Lokað verður í móttöku og netspjalli Lyfjastofnunar miðvikudaginn 26. mars nk. vegna starfsdags. Umsóknum um undanþágulyf verður engu að síður sinnt; allar umsóknir sem berast fyrir kl. 14:00 verða afgreiddar fyrir lok dags. Töf gæti orðið á afgreiðslu einstaka umsókna.
Í neyðartilfellum sem ekki geta beðið má hafa samband í síma (upplýsingar veittar síðar) á opnunartíma Lyfjastofnunar, kl. 9:00-15:00 þann 26. mars.