Laust starf hjá Lyfjastofnun

Auglýst er eftir hugbúnaðarsérfræðingi

Lyfjastofnun auglýsir eftir sérfræðingi í starf í upplýsingatæknideild sem ber ábyrgð á umsjón og þróun hugbúnaðar sem tengist kjarnastarfsemi stofnunarinnar. Ein af áherslum Lyfjastofnunar er að vera stafræn stofnun sem nýtir sér gervigreind í daglegum störfum. Hugbúnaðarsérfræðingur er mikilvægur hlekkur í þeirri vegferð og fylgist með þróun og nýjungum sem heyra undir starfið og stuðla að umbótum.

Leitað er að manneskju sem er tæknilega fær, lausnamiðuð og hefur áhuga á að tileinka sér nýja þekkingu og færni. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af Microsoft skýjalausnum og getu til að forrita á nútíma forritunarmáli. Það er kostur ef viðkomandi hefur forritað á móti island.is.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Greining, þróun og vörustjórnun á kerfum og ferlum Lyfjastofnunar
  • Verkefnastjórnun
  • Leiða undirbúning, greiningarvinnu og innleiðingu nýrra stafrænna lausna
  • Samskipti við hagsmunaaðila innanhúss og utan

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af forritun og hugbúnaðarþróun
  • Sjálfstæði og öguð vinnubrögð
  • Lipurð í mannlegum samskiptum, teymisvitund, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Vilji og hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu og færni
  • Góð tölvukunnátta og reynsla af Microsoft skýjalausnum
  • Þekking á hugbúnaði s.s. Jira, Confluence, Microsoft CRM og SQL er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun og eru laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Nánari upplýsingar veita Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.

Síðast uppfært: 18. mars 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat