Lyfjastofnun auglýsir laust starf sérfræðings í málefnum lækningatækja í deild eftirlits og öryggis. Starfið felur í sér eftirlit með lækningatækjum á Íslandi í víðu samhengi. Leitað er að jákvæðum, drífandi, nákvæmum og skilvirkum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum. Um er að ræða 100% starf og er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
- Eftirlit með framleiðslu, innflutningi, dreifingu og sölu lækningatækja
- Eftirlit með viðhaldi og notkun lækningatækja
- Upplýsingagjöf og samstarf við hagsmunaaðila
- Samskipti við erlenda aðila er varða lækningatæki
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. hjúkrunarfræði, heilbrigðisverkfræði, náttúruvísindi eða
- sambærilegt nám
- Þekking eða reynsla á sviði lækningatækja er kostur
- Þekking eða reynsla af eftirliti og gæðamálum er kostur
- Mjög góð teymisvitund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Nákvæmni, skilvirkni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð skipulagshæfni, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
- Góð tölvufærni
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Lyfjastofnun hefur hlotið jafnlaunavottun og eru laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Nánari upplýsingar veita Lea Kristín Guðmundsdóttir ([email protected]) og Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.