Þann 27. september sl. tilkynnti Lyfjastofnun um kerfisvanda sem vart hafði orðið og tengdist Mínum síðum á vef stofnunarinnar. Þetta lýsti sér í því að í sumum tilvikum misfórust tilkynningar um lyfjaskort, tilkynningar um eftirritunarskyld lyf til eyðingar og umsóknir um lyf án markaðsleyfis; erindin skiluðu sér ekki til Lyfjastofnunar.
Mikil vinna hefur verið lögð í að greina rót vandans og finna úrlausn og benda prófanir nú til þess að kerfið að baki Mínum síðum virki eins og það á að gera.
Ábendingar
Lyfjastofnun vill hvetja þá sem nýta sér þjónustu stofnunarinnar, til að senda ábendingar í gegnum Hafa samband gáttina/netspjallið ef ástæða þykir til, hvort sem það varðar hnökra í kerfum eða annað sem snýr að starfseminni.
