Í apótekum um allt land er hægt að taka þátt í rannsókn sem miðar því að skilja hvers vegna og hvernig fólk deilir eða lánar lyfseðilsskyldum lyfjum.
Hægt er að taka þátt í rannsókninni með því að skanna QR kóða á plakati í apótekum. Þeir sem hafa ekki kost á að nýta rafrænan spurningalista geta fyllt út eyðublað á pappír sem er aðgengilegt í apótekum.
Rannsóknin er hluti af evrópsku samstarfsverkefni sem fer fram í 22 löndum undir forystu Háskólans í Uppsala í Svíþjóð.
Lyfjastofnun hvetur öll sem eiga leið í apótek að taka þátt í rannsókninni.
