Markaðsleyfishafar og umboðsmenn þeirra eru eindregið hvattir til að uppfæra SmPC, fylgiseðla og áletranaskjöl úr eldri Microsoft Office skjalagerðum í núgildandi skjalagerðir í samskiptum sínum við Lyfjastofnun.
Eldri skjalagerðir geta leitt til öryggisvandkvæða og þar að auki hafa einhverjar lyfjastofnanir á EES svæðinu hætt að taka á móti eldri skjalagerðum Microsoft Office og nýjum skjalagerðum með viðbótum (e. extensions).
Uppfæra þarf
- Gamlar skjalagerðir Microsoft Office s.s. doc, xls, ppt
- Nýjar skjalagerðir með viðbótum s.s. docm, xlsm, pptm
Í staðinn á að notast við nýja skjalagerð, þ.e. docx, xlsx og pptx
Markaðsleyfishafar eru því hvattir til að huga að uppfærslu SmPC, fylgiseðla og áletrana úr eldri skjalagerð í nýja, þ.e. docx, xlsx og pptx.