Hlaðvarpsþáttur um örvunarbólusetningar

Ákveðinn sigur að bóluefnin veiti þó þetta mikla vernd gegn Delta-afbrigðinu segir Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor við Háskóla Íslands

Rætt er við Björn Rúnar í hlaðvarpsþættinum. Hann segir ekki spurningu um að örvunarskammtur muni styrkja varnir gegn COVID-19 til muna, enda bendi rannsóknir eindregið til þess.

Hvað varðar þau smit sem upp hafa komið hjá bólusettum segir hann að þótt bólusetningin hafi ekki að öllu leyti komið í veg fyrir smit, verndi hún engu að síður gegn alvarlegum sjúkdómi. Að við höfum hugsanlega ofmetið að bóluefnin myndu virka gegn þeim umbreyttu stofnum sem ættu eftir að fylgja í kjölfar upphaflegu SARS-Cov2 veirunnar, sem þau voru hönnuð til að verjast.

Þannig að bóluefnið upphaflega var ekki þróað gegn Delta. Þess vegna var það ákveðinn sigur, myndi ég segja, að það komi síðan í ljós að bóluefnið skyldi þó veita þetta mikla vernd.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur í spilaranum hér neðar og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Síðast uppfært: 26. nóvember 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat