Þann 15. september sl. birti Lyfjastofnun á vef sínum upplýsingar um að stofnunin fyrirhugi að heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja takmarkist við tilgreint hámarksmagn hvers lyfs.
Lyfjastofnun hafa borist fjölmargar umsagnir en jafnframt óskir um lengri frest til að veita umsögn. Fresturinn er hér með framlengdur til 15. október nk.
Jafnframt er fyrirhugaðri gildistöku seinkað og verður tilkynnt um hana eftir 15. október.