Lyfið Harmonet getnaðarvörn ófáanlegt hjá framleiðanda

Lyfið Harmonet getnaðarvörn er ekki fáanlegt hjá framleiðanda vegna
vandkvæða við framleiðslu þess. Lyfið er einnig ófáanlegt hjá heildsölum á
Íslandi. Ekkert lyf með sama virka innihaldsefni er á markaði en von er á lyfinu
til landsins í maí á þessu ári. Í millitíðinni er unnið að því að því að útvega
undanþágulyf og standa vonir til að það verði komið í sölu í næstu viku. Fréttin
verður uppfærð með nýjum upplýsingum þegar þær berast.

Ráð til lyfjanotenda

  • Lyfjastofnun beinir til þeirra lyfjanotenda sem grípa í tómt í apóteki
    að kanna hvort lyfið sé fáanlegt í öðru apóteki hér á landi. Listi
    yfir apótek á Íslandi
    .
  • Ef nauðsynlegt reynist að skipta um hormónagetnaðarvörn er mikilvægt að
    það sé gert í samráði við lækni.
  • Þegar skipt er um hormónagetnaðarvörn (annað virkt efni) er mikilvægt
    að hafa í huga að virkni lyfja getur verið mismunandi. Ekki er öruggt að nýja
    getnaðarvarnalyfið veiti sömu vörn og það sem notað var áður. Til að tryggja að
    þungun eigi sér ekki stað ætti að íhuga notkun annarrar getnaðarvarnar samhliða
    s.s. smokksins.
  • Einnig er mikilvægt að kynna sér þær öryggisupplýsingar sem við eiga
    þegar skipt er um hormónagetnaðarvörn. Þessar upplýsingar má nálgast hjá lækni eða
    hjúkrunarfræðingi sem og í fylgiseðli lyfsins.

Afhverju er lyfið ekki til? Grein um lyfjaskort - ástæður og úrræði

Síðast uppfært: 18. febrúar 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat