Starfsfólk Lyfjastofnunar óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Eins og undanfarin ár styrkir Lyfjastofnun góðgerðarsamtök sem starfsfólk stofnunarinnar velur, í stað þess að senda hefðbundin jólakort. Að þessu sinni hlýtur Ljósið styrk stofnunarinnar, en Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem fengið hefur krabbamein, og aðstandendur þess.
Opnunartími hjá Lyfjastofnun yfir hátíðarnar verður með sama sniði og fyrri ár. Opið verður alla almenna vinnudaga á venjulegum opnunartíma. Dagana 23. desember og 27.–30. desember verður lágmarksþjónusta.
Gleðilega hátíð
Hátíðarkveðja frá starfsfólki Lyfjastofnunar
Síðast uppfært: 21. desember 2022