Lyfjastofnun hefur ákveðið að lyfjaverðskrárgengi frá og með 1. nóvember nk. taki mið af opinberu viðmiðunargengi Seðlabankans fjórum dögum fyrir gildistöku verðskráa, að viðbættu álagi þannig að úr verði gengi sem má líkja við sölugengi.
Fyrr á árinu tilkynnti stofnunin um að áformað væri að uppfæra lyfjaverðskrár frá og með 1. nóvember nk. með útgefnu miðgengi Seðlabankans og jafnframt var óskað eftir ábendingum og athugasemdum. Í kjölfarið bárust athugasemdir sem tekið hefur tillit til sbr. ofangreint.