Fulltrúar hollensku lyfjastofnunarinnar, Medicines Evaluation Board , eru í heimsókn í Lyfjastofnun nú í upphafi viku. Heimsóknin er hluti af því að kanna frekara samstarf við Hollendinga, en í febrúar 2016 var undirritaður samningur milli stofnananna sem kvað á um aukið samstarf á milli þeirra við mat á lyfjaskráningagögnum. Má því segja að heimsóknin nú tengist endurnýjun á fyrra samstarfi. Vonast er til aukinnar samvinnu sem fælist í þjálfun sérfræðinga Lyfjastofnunar hjá hollensku stofnuninni og auknum verkefnum.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hollensku gestina ásamt nokkrum starfsmönnum Lyfjastofnunar sem sitja fundi með þeim.