Erindi flutt á málþingi um nikótín og heilsu

Viðar Guðjohnsen sérfræðingur hjá Lyfjastofnun ræddi í erindi sínu skilgreiningu á níkótíni, hvort um væri að ræða lyf eða neysluvöru

Viðar Guðjohnsen, sérfræðingur hjá Lyfjastofnun hélt í vikunni erindi um flokkun nikótíns og muninn á nikótínlyfjum annars vegar og nikótínvörum sem neysluvöru hins vegar á málþingi um nikótín og heilsu. Að málþinginu stóðu Ungmennafélag Íslands, Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins, UMFÍ og Fræðsla og forvarnir með styrk frá Lýðheilsusjóði og heilbrigðisráðuneytinu.

Viðar Guðjohnsen
Viðar Guðjohnsen flytur erindi sitt

Lyf og vafavörur

Í erindi sínu gerði Viðar grein fyrir því hvernig lyf eru skilgreind og hvað teljast vera vafavörur (e. borderline products). Vafavara inniheldur efni sem í sumum tilvikum getur nýst sem lyf en er að öðru leyti neysluvara. Níkótín fellur undir skilgreininguna vafavara.

Nikótín sem lyf

Níkótínlyf eru notuð sem meðferð við tóbaksfíkn hjá einstaklingum eldri en 15 ára til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Í slíku lyfi er styrkur nikótíns og meðferð stöðluð og eftirfylgni í meðferð er sinnt af heilbrigðisstarfsfólki. Framleiðsla níkótínlyfja sætir ströngum gæðakröfum og er vottuð af opinberum aðilum.

Nikótín sem neysluvara

Gera verður greinarmun á níkótínlyfjum og almennum níkótínvörum sem neytandi notar sér til ánægju. Í þeim nikótínvörum getur styrkur nikótíns verið breytilegur enda er ekki um staðlaða framleiðslu að ræða, hún sætir að jafnaði ekki vottun opinberra aðila, og heilbrigðisstarfsmenn fylgjast ekki með notkun á þessum vörum. Rétt er að undirstrika að nikótínvörur eru ávanabindandi.

Tengill á málþingið er aðgengilegur á Youtube. Erindi Viðars hefst þegar liðnar eru 2 klst., 35 mín., og 20 sekúndur.

Síðast uppfært: 13. október 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat