EMA hefur sérstakt mat á lyfinu molnúpíravír

Matinu er ætlað að styðja við mögulega notkun lyfsins áður en lyfið fær markaðsleyfi

Í ljósi fjölgunar á smitum og dauðsföllum vegna COVID-19 í Evrópu, hafa Lyfjastofnun Evrópu (EMA) og forstjórar lyfjastofnana á EES-svæðinu (HMA) sammælst um að aukin þörf sé á leiðbeiningum varðandi meðferðir við COVID-19 sjúkdómnum.

Endurskoðun gagna

Um þessar mundir er EMA að meta öll tiltæk gögn varðandi notkun á lyfinu molnúpíravír
(e. molnupiravir – einnig þekkt sem Lagevrio). Matinu er ætlað að styðja yfirvöld í hverju landi fyrir sig við ákvörðunartöku varðandi mögulega notkun lyfsins til meðferðar vegna COVID-19 sjúkdómsins, þ.e. áður en lyfið fær markaðsleyfi.

Áfangamat

Á meðan ítarlegt áfangamat (e. rolling review) fer fram, mun sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) veita lyfjayfirvöldum í hverju landi ráðleggingar við ákvörðunartöku um notkun lyfsins áður en það hlýtur markaðsleyfi, t.d. í neyðartilfellum.

Molnúpíravír er veirulyf á töfluformi og er þróað hjá Merck Sharp & Dohme í samvinnu við Ridgeback Biotherapeutics.

Að mati EMA og forstjóra lyfjastofnana á EES-svæðinu er mikilvægt að setja mat á COVID-19 lyfjameðferðum og bóluefnum í forgang til að mæta aðkallandi þörf. Um leið skal þess gætt að þau standist ríkar gæðakröfur sem gerðar eru um öryggi og virkni lyfja innan ESB.

EMA mun miðla nánari upplýsingum þegar þær liggja fyrir.

Sjá nánar í frétt frá EMA.

Síðast uppfært: 11. nóvember 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat