Drög að frumvarpi til umsagnar í samráðsgátt

Frumvarp heilbrigðisráðuneytisins er til breytingar á þrennum lögum, og er m.a. ætlað að skerpa á ákvæði í lyfjalögum um heimildir Lyfjastofnunar til að bregðast við lyfjaskorti

Heilbrigðisráðuneytið hefur kynnt til umsagnar drög að frumvarpi til breytingar á þrennum lögum, lyfjalögum, lögum um lækningatæki, og lögum um dýralyf. Drögin hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnir má senda í gáttina til og með 3. mars næstkomandi og eru þær birtar jafnóðum og þær berast.

Helstu breytingar eru þessar:

  • Læknir skal framkvæma skoðun áður en hann ávísar undanþágulyfi
  • Undanþága fyrir notkun undanþágulyfja fellur sjálfkrafa niður þegar lyf með markaðsleyfi verður fáanlegt.
  • Heimildir Lyfjastofnunar til að heimila lyfjafræðingum, þegar skortur er á markaðssettu lyfi, til að breyta lyfjaávísun í undanþágulyf verður felld á brott.
  • Lyfjastofnun veitt heimild til að bregðast við lyfjaskorti.
  • Skerpt á skyldum heildsöluleyfishafa að tilkynna um lyfjaskort.
  • Innleidd sérstök skylda heildsöluleyfishafa að tryggja jafna dreifingu lyfja.
  • Breytingar á ákvæðum um undanþágulyf.
  • Heimild fyrir lyfjafræðinga að ávísa bóluefnum vegna bólusetninga í apótekum.
  • Breytingar á ákvæðum um greiðsluþátttöku lyfja.

Sem fyrr segir má senda umsagnir í samráðsgáttina til og með 3. mars nk.

Síðast uppfært: 18. febrúar 2025
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat