COVID-19: Viðbótarskammtur úr hettuglösum COVID-19 bóluefnis BioNTech/Pfizer (Comirnaty)

Til að hægt sé að ná sjötta skammtinum þarf að nota sérstakar sprautur og nálar

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hefur mælt með því að lyfjatextar fyrir COVID-19 bóluefnið Comirnaty verði uppfærðir á þann veg að skilgreindir séu sex skammtar af bóluefni í hverju hettuglasi í stað fimm áður.

Til að unnt sé að ná sex skömmtum úr hverju glasi er nauðsynlegt að nota samsetningu sprautu og nálar þar sem pláss sem nýtist ekki (e. dead-volume) er mjög lítið, eða í mesta lagi 35 míkrólítrar. Ef notaðar eru hefðbundar sprautur og nálar er ekki víst að hægt sé að ná sjötta skammtinum úr hverju hettuglasi.

Ef ekki reynist unnt að ná heilum sjötta skammti (0,3 ml) úr hettuglasi eftir að sá fimmti hefur verið dreginn upp þarf að farga afgangnum af bóluefninu með hettuglasinu. Ekki ætti að safna saman bóluefni úr ólíkum hettuglösum til að ná aukaskammti og farga skal öllu ónotuðu bóluefni 6 klst. eftir þynningu. Frekari upplýsingar eru nú aðgengilegar í enskum lyfjatextum  en von er á uppfærðum íslenskum útgáfum eins fljótt og mögulegt reynist.

Comirnaty er bóluefni til varnar COVID-19 hjá einstaklingum 16 ára og eldri. Því var veitt skilyrt íslenskt markaðsleyfi 21. desember 2020.

Frétt Lyfjastofnunar Evrópu

Síðast uppfært: 8. janúar 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat