COVID-19: Ekki mælt með notkun innöndunarstera til meðferðar COVID-19

Ekki liggja fyrir næg gögn sem styðja slíka notkun

Vinnuhópur Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um málefni tengd COVID-19 vekur athygli á að ekki liggja fyrir nægar upplýsingar um gagnsemi innöndunarstera hjá sjúklingum með COVID-19 sjúkdóm.

Þótt vinnuhópurinn hafi ekki komið auga á sérstaka áhættu í rannsóknum til þessa er ekki hægt að útiloka áhættu hjá COVID-19 sjúklingum sem hafa eðlilegt magn súrefnis í blóði.

Hins vegar styðja gögn úr klínískum rannsóknum notkun dexametasóns, altæks barkstera, hjá sjúklingum með COVID-19. Í september sl. mælti EMA með slíkri notkun hjá þeim sjúklingum sem þurfa súrefnisgjöf eða öndunaraðstoð.

Nánar í frétt EMA

Síðast uppfært: 10. júní 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat