COVID-19: Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – COVID-19 Vaccine Astra Zeneca (Vaxzevria)

Heilbrigðisstarfsmenn skulu vera vakandi fyrir teiknum og einkennum segareks og/eða blóðflagnafæðar og upplýsa þá sem bólusettir eru í samræmi við það.

Markaðsleyfishafi lyfsins (AstraZeneca AB) hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til að upplýsa um tengsl milli bóluefnisins og tilvika segamyndunar samhliða blóðflagnafæð.

Samantekt bréfsins er svohljóðandi:

  • Orsakasamhengi milli bólusetningar með COVID-19 Vaccine AstraZeneca (Vaxzevria) og tilvika segamyndunar samhliða blóðflagnafæð er talið líklegt.
  • Jafnvel þótt slíkar aukaverkanir komi örsjaldan fyrir þá er tíðni þeirra hærri en búast má við í almennu þýði.
  • Á þessu stigi málsins hafa ekki verið greindir neinir sérstakir áhættuþættir.
  • Heilbrigðisstarfsmenn skulu vera vakandi fyrir teiknum og einkennum segareks og/eða blóðflagnafæðar og upplýsa þá sem bólusettir eru í samræmi við það.
  • Notkun bóluefnisins á að vera í samræmi við opinberar ráðleggingar heilbrigðisyfirvalda.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um COVID-19 Vaccine AstraZeneca (Vaxzevria) í sérlyfjaskrá.

Tilkynning aukaverkana

Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist COVID-19 Vaccine AstraZeneca (Vaxzevria) til Lyfjastofnunar.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 13. apríl 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat