Breytingar á smásöluálagningu lyfja taka gildi 1. júlí nk

Breytingarnar skapa hvata fyrir lyfjabúðir til að bjóða ódýrari lyf og að þeim fjölgi á íslenskum lyfjamarkaði.

Lyfjastofnun tilkynnti þann 20. maí sl. um að smásöluálagning lyfseðilsskyldra lyfja breytist þann 1. júlí nk. Sú breyting er fyrst tekur gildi felur í sér að smásöluálagningarþrepum er breytt. Við bætist nýtt þrep (0 – 4.999 kr.) og lækkar álagning ódýrustu lyfja í fyrsta þrepi samanborið við fyrra fyrsta þrep en álagning á dýrari lyfjum hækkar. Ákvörðunin miðar að því að Ísland taki fyrstu skref í að færa smásöluverð nær viðmiðunarlöndum í lægstu verðflokkum.

Smásöluálagning verður sem hér segir frá 1. júlí 2022:

Hámarks heildsöluverðSmásöluálagning
0 – 4.999 kr.20% + 1.069 kr.
5.000 – 19.999 kr.14% + 1.270 kr.
20.000 – 99.999 kr.2% + 2.900 kr.
> 100.000 kr.0,3% + 5.750 kr.

Breytingin nemur í heild 2,5% heildarhækkun á álagningu miðað við selt magn árið 2021 og lyfjaverðskrárgengi í apríl 2022. Þær aðgerðir sem taka gildi síðar skapa auk þess að frekari hvata til að lyfjabúðir bjóði ávallt ódýrustu lyf í viðmiðunarflokkum og auka líkur á að ódýrari lyfjum fjölgi á íslenskum lyfjamarkaði.

Ákvörðun Lyfjastofnunar er tekin í samræmi við ákvæði lyfjalaga að höfðu samráði við fulltrúa lyfsöluleyfishafa.

Síðast uppfært: 28. júní 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat