Breytingar á skipuriti Lyfjastofnunar

Frá og með 1. janúar 2019 verður breyting á skipuriti Lyfjastofnunar. Jóhann M. Lenharðsson, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra skráningarsviðs, tekur þá við nýrri stöðu aðstoðarmanns forstjóra. Jóhann er lyfjafræðingur og starfaði sem eftirlitsmaður hjá Lyfjaeftirliti ríkisins á árunum 1995-99. Hann var aðjúnkt við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands á árunum 1990-2014, og frá ágúst 2007 hefur hann verið sviðsstjóri skráningarsviðs Lyfjastofnunar.

Johann-M.-Lenhardsson

Frá og með 1. janúar nk. tekur Eva Björk Valdimarsdóttir við starfi sviðsstjóra skráningarsviðs. Eva er hjúkrunarfræðingur, og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Eva hóf störf hjá Lyfjastofnun í september 2017, og var deildarstjóri lyfjaöryggisdeildar frá janúar til októberloka á þessu ári.

Eva-Bjork-Valdimarsdottir-portrett

Þá tók Inga Rósa Guðmundsdóttir við starfi breytingarstjóra hjá Lyfjastofnun þann 1. desember sl.  Inga Rósa er lyfjafræðingur, og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf störf hjá Lyfjastofnun árið 2010 sem sérfræðingur á skráningarsviði og varð teymisstjóri RMS teymis frá 2015-2018.  Frá 1.mars 2018 starfaði Inga Rósa sem sérfræðingur á skrifstofu forstjóra Lyfjastofnunar.  

Inga-Rosa-Gudmundsdottir

 

Síðast uppfært: 3. desember 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat