Frá og með 1. janúar 2019 verður breyting á skipuriti Lyfjastofnunar. Jóhann M. Lenharðsson, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra skráningarsviðs, tekur þá við nýrri stöðu aðstoðarmanns forstjóra. Jóhann er lyfjafræðingur og starfaði sem eftirlitsmaður hjá Lyfjaeftirliti ríkisins á árunum 1995-99. Hann var aðjúnkt við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands á árunum 1990-2014, og frá ágúst 2007 hefur hann verið sviðsstjóri skráningarsviðs Lyfjastofnunar.
Frá og með 1. janúar nk. tekur Eva Björk Valdimarsdóttir við starfi sviðsstjóra skráningarsviðs. Eva er hjúkrunarfræðingur, og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Eva hóf störf hjá Lyfjastofnun í september 2017, og var deildarstjóri lyfjaöryggisdeildar frá janúar til októberloka á þessu ári.
Þá tók Inga Rósa Guðmundsdóttir við starfi breytingarstjóra hjá Lyfjastofnun þann 1. desember sl. Inga Rósa er lyfjafræðingur, og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hóf störf hjá Lyfjastofnun árið 2010 sem sérfræðingur á skráningarsviði og varð teymisstjóri RMS teymis frá 2015-2018. Frá 1.mars 2018 starfaði Inga Rósa sem sérfræðingur á skrifstofu forstjóra Lyfjastofnunar.