Lyfjastofnun vekur athygli á því að upplýsingar um kröfur um merkingar lyfja og sendingu hreinteikninga til Lyfjastofnunar hafa verið endurskoðaðar m.a. vegna gildistöku nýrra laga um dýralyf.
Breytingarnar fela m.a. í sér kröfur um merkingar dýralyfja. Í ljósi þess hafa upplýsingar til markaðsleyfishafa um sendingar hreinteikninga til Lyfjastofnunar verið endurskoðaðar og settar fram með skýrari hætti.
Endurskoðan texta er að finna á vef Lyfjastofnunar.