Markaðsleyfishafi lyfsins Bayer Ag, hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun, sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna um bráðabirgðaniðurstöður úr GALILEO-rannsókninni.
-
Rannsóknin var gerð hjá sjúklingum sem gengist höfðu undir ósæðarlokuskipti með þræðingu. Henni var hætt fyrr en áætlað var vegna aukningar á dánartíðni af öllum orsökum og fjölgun tilvika segareks og blæðinga hjá sjúklingum sem fengu rivaroxaban. Greining gagna stendur enn yfir.
-
Virka efnið rivaroxaban hefur ekki verið samþykkt til segavarnar hjá sjúklingum með gervihjartalokur, þar með talið sjúklingum sem gengist hafa undir ósæðarlokuskipti með þræðingu og þeir sjúklingar eiga ekki að nota lyfið.
-
Hætta á meðferð með rivaroxaban hjá sjúklingum sem gangast undir ósæðarlokuskipti með þræðingu og skipta yfir í hefðbundna meðferð.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Xarelto í sérlyfjaskrá.