Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Orfiril (valpróat)

Nýjar ráðstafanir varðandi lyf sem innihalda valpróat vegna hugsanlegrar áhættu á taugaþroskaröskunum hjá börnum feðra sem tekið hafa valpróat allt að þremur mánuðum fyrir getnað

Í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun kemur markaðsleyfishafi Orfiril eftirfarandi upplýsingum á framfæri um lyfið

  • Afturskyggn áhorfsrannsókn í þremur Norðurlöndum gefur til kynna aukna áhættu á
    taugaþroskaröskunum hjá börnum (á aldrinum 0–11 ára) feðra sem fá einlyfjameðferð
    með valpróati allt að þremur mánuðum fyrir getnað, miðað við börn feðra sem fá
    einlyfjameðferð með lamótrigíni eða levetírasetami. Þar sem rannsóknin er ákveðnum
    takmörkunum háð er þessi aukna áhætta talin möguleg en ekki staðfest.

    Nýjar ráðstafanir varðandi notkun valpróats fyrir karlkyns sjúklinga
  • Mælt er með að sérfræðingur með reynslu af meðferð við flogaveiki, geðhvarfasýki eða
    mígreni hefji og hafi eftirlit með meðferð með valpróati fyrir karlkyns sjúklinga.
  • Læknar sem ávísa lyfinu eiga að upplýsa karlkyns sjúklinga um hugsanlega áhættu
    tengda notkun lyfsins og ræða við þá um þörfina á að nota öruggar getnaðarvarnir,
    einnig fyrir kvenkyns maka, á meðan meðferð með valpróati stendur yfir og í þrjá
    mánuði eftir að meðferð er hætt.
  • Læknar sem ávísa lyfinu eiga reglulega að endurmeta hvort að meðferð með valpróati sé
    enn besta meðferðarúrræðið fyrir karlkyns sjúkling.
  • Íhuga skal önnur meðferðarúrræði fyrir karlkyns sjúklinga sem áætla að geta barn og
    ræða um þau við sjúklinginn. Meta skal persónulegar aðstæður hvers sjúklings fyrir sig.
    Mælt er með að samráð sé haft við sérfræðing í meðferð við flogaveiki, geðhvarfasýki
    eða mígreni eftir því sem við á.
  • Karlkyns sjúklingar eiga ekki að gefa sæði á meðan meðferð stendur og í að minnsta
    kosti þrjá mánuði eftir að meðferð lýkur.
  • Karlkyns sjúklingar fá afhentan leiðbeiningabækling fyrir karlmenn.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna

Síðast uppfært: 19. febrúar 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat