Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Lyf sem innihalda metótrexat

Markaðsleyfishafar lyfja sem innihalda metótrexat á Íslandi, Pfizer ApS og medac Gesellschaft für Spezialpräparate GmbH hafa í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna varðandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir mistök við notkun lyfjanna.

Tilkynnt hefur verið um mistök við skömmtun með alvarlegum afleiðingum, þar með talin dauðsföll, þegar metótrexat, sem ætlað er til notkunar einu sinni í viku við bólgusjúkdómum, var notað daglega. Eingöngu læknar með sérþekkingu í notkun lyfja sem innihalda metótrexat eiga að ávísa þeim.

Heilbrigðisstarfsfólk sem ávísar eða afgreiðir metótrexat til notkunar við bólgusjúkdómum skal fylgja eftirfarandi verklagi:

 

  • Veita sjúklingi/umönnunaraðila tæmandi og skýr fyrirmæli um skömmtun einu sinni í viku;
  • Við hverja nýja ávísun/afgreiðslu, ganga úr skugga um að sjúklingur/umönnunaraðili skilji að nota eigi lyfið einu sinni í viku;
  • Ákveða með sjúklingi/umönnunaraðila á hvaða vikudögum sjúklingurinn eigi að nota metótrexat;
  • Upplýsa sjúkling/umönnunaraðila um einkenni ofskömmtunar og leiðbeina þeim um að leita til læknisaðstoðar ef grunur leikur á ofskömmtun.

 

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um lyfin sem innihalda metótrexat í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 22. október 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat