Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – lyf sem innihalda hýdróklórtíazíð

Markaðsleyfishafar lyfja sem innihalda hýdróklórtíazíð (HCTZ) hafa í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til þess að koma eftirfarandi á framfæri:

  • Lyfjafaraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á skammtaháða tengingu milli uppsafnaðs heildarskammts HCTZ og húðkrabbameins sem ekki er sortuæxli (grunnfrumukrabbamein, flöguþekjukrabbamein).
  • Upplýsa skal sjúklinga sem taka HCTZ eitt og sér eða í samsetningu með öðrum lyfjum um hættu á húðkrabbameini sem ekki er sortuæxli og ráðleggja þeim að skoða húð sína vel og vera vakandi fyrir nýjum skemmdum eða breytingum á skemmdum sem nú þegar eru til staðar og að tilkynna ef þeir verða varir við grunsamlegar húðskemmdir.
  • Grunsamlegar húðskemmdir verður að skoða, mögulega með sýnatöku og vefjarannsókn.
  • Ráðleggja skal sjúklingum að takmarka útsetningu fyrir sólarljósi og UV-geislum og að nota fullnægjandi vörn þegar þeir eru í sólarljósi og UV-geislum til að lágmarka hættu á húðkrabbameini.
  • Endurskoða þarf notkun HCTZ hjá sjúklingum sem hafa áður fengið húðkrabbamein.

 

HCTZ er þvagræsandi lyf sem er notað í meðhöndlun við háum blóðþrýstingi, ólíkum tegundum bjúgs og hjartabilun. Lyfið er fáanlegt eitt sér eða í blöndu með öðrum lyfjum.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um lyf sem innihalda HCTZ í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 19. október 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat