Markaðsleyfishafar lyfja sem innihalda flúórókínólóna til altækrar notkunar og innöndunar, hafa í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun, sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til að koma á framfæri nýrri viðvörun um hættu á ósæðargúlpi og ósæðarrofi.
-
Lyfjafaraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á að flúórókínólónar, altækir og til innöndunar geta aukið hættu á ósæðargúlpi og ósæðarrofi, einkum hjá eldra fólki.
-
Hjá sjúklingum sem eru í hættu á að fá ósæðargúlp og ósæðarrof skal einungis nota flúórókínólóna eftir vandlegt mat á áhættu og ávinningi og eftir að önnur meðferðarúrræði hafa verið íhuguð.
-
Sjúkdómar sem geta aukið líkur á ósæðargúlpi og ósæðarrofi eru meðal annars fjölskyldusaga um slagæðargúlp, áður greindur ósæðargúlpur eða ósæðarrof, Marfan-heilkenni, æðaafbrigði Ehlers-Danlos-heilkennis, Takayasu-slagæðabólga, risafrumuslagæðabólga, Behçet-sjúkdómur, háþrýstingur og æðakölkun.
-
Fræða skal sjúklinga um hættu á ósæðargúlpi og ósæðarrofi, og þeim ráðlagt að leita strax læknis ef fram kemur skyndilegur og mikill verkur í kvið, brjóstkassa eða baki.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um lyf sem innihalda flúórókínólóna í sérlyfjaskrá.