Í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun vill GlaxoSmithKline (Ireland) Limited upplýsa um eftirfarandi:
- GlaxoSmithKline (GSK) mun hætta framleiðslu á Integrilin tafarlaust. Ákvörðunin tengist birgðavandamálum í sambandi við eptifibatíð sem er virka efnið í Integrilin.
- Hætt verður að framleiða bæði lyfjaform Integrilin [2mg/ml stungulyf, lausn og 0,75mg/ml innrennslislyf, lausn] sem eru fáanleg innan evrópska efnahagssvæðisins. Þetta þýðir að Integrilin verður tekið af markaði í Evrópu.
- Þar sem framleiðslu Integrilin verður hætt skulu heilbrigðisstarfsmenn;
- Ekki hefja meðferð með Integrilin hjá nýjum sjúklingum ef ekki er til nægilegt magn af hettuglösum til að ljúka meðferðinni (hleðsluskammtur, fylgt eftir með innrennsli í allt að 72 klukkustundir).
- Íhuga ávísun annars lyfjaforms eptifibatíðs, annars glýkóprótein IIb/IIIa viðtakahemils (t.d. tirofiban) eða annarra segavarnarlyfja sem henta, eins og við á klínískt.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu.