Markaðsleyfishafi Elvanse Adult í samráði við Lyfjastofnun vilja minna á eftirfarandi varðandi notkun lyfsins.
- Fylgibréf til lækna
- Gátlisti 1 fyrir lækna- áður en lyfinu er ávísað
- Gátlisti 2 fyrir lækna- áframhaldandi eftirlit
- Tafla fyrir lækna – eftirlit með sjúklingum
- Öryggisupplýsingar fyrir sjúklinga
SmPC og fylgiseðill er einnig aðgengilegt á www.serlyfjaskra.is.
Við hvetjum þig til að kynna þér þessi gögn og notfæra þér. Mikilvægt er að fylgja þeim
fyrirmælum sem koma fram í fræðsluefninu varðandi mat á sjúklingi við upphaf meðferðar ásamt
eftirfylgni sem þarf að sinna við meðferð.
Fyrir þá sem vilja panta eintök af fræðsluefni er bent á umboðsmann lyfsins á Íslandi, Vistor. Eintök má panta með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].
Mikilvægt að tilkynna aukaverkanir
Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu til Lyfjastofnunar samkvæmt leiðbeiningum á vef stofnunarinnar, sjá www.lyfjastofnun.is eða í gegnum vefeyðublað sem er að finna í Sögu (Tilkynning um aukaverkun).
Viðtakendur bréfsins eru: Geðlæknar fyrir fullorðna, taugalæknar, deildarlæknar á geðdeildum fyrir fullorðna og heimilis-/heilsugæslulæknar. Viðtakendur eru hvattir til að láta aðra heilbrigðisstarfsmenn vita um efni bréfsins eftir því sem við á.