Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Darzalex

Markaðsleyfishafi lyfsins Jansen-Cilag International N.V.
hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf
til heilbrigðisstarfsmanna
til að upplýsa um hættuna á lifrarbólguveiru B
hjá sjúklingum sem eru meðhöndlaðir með Darzalex(daratumumabi).

Greint hefur verið frá tilfellum endurvirkjunar
lifrarbólguveiru B, þar af banvænum tilfellum, hjá sjúklingum sem voru
meðhöndlaðir með Darzalex.

Áður en meðferð með lyfinu er hafin á að skima fyrir
lifrarbólguveiru B hjá öllum sjúklingum. Einnig á að gera sermismælingar vegna
lifrarbólguveiru B hjá sjúklingum sem eru þegar á Darzalex meðferð ef staða sermisprófa
er ekki þekkt.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu, og að auki má
finna ítarlegar upplýsingar um Darzalex
í sérlyfjaskrá
.

Yfirlit
yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 2. júlí 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat