Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – COVID-19 Vaccine AstraZeneca

Heilbrigðisstarfsmenn skulu vera vakandi fyrir teiknum og einkennum segareks og/eða blóðflagnafæðar. Leiðbeina skal þeim sem eru bólusettir um að leita tafarlaust læknisaðstoðar ef þeir fá tiltekin einkenni.

Markaðsleyfishafi lyfsins (AstraZeneca AB) hefur í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna til að upplýsa um hættu á blóðflagnafæð og blóðstorkusjúkdómum.

Þær upplýsingar sem er mikilvægt að koma á framfæri eru eftirfarandi:

  • COVID-19 Vaccine AstraZeneca: ávinningur vegur þyngra en áhætta, þrátt fyrir hugsanleg tengsl, sem koma örsjaldan fyrir, við blóðtappa ásamt fækkun á blóðflögum.
  • Samsetning af segamyndun og blóðflagnafæð, í sumum tilvikum með blæðingu, hefur örsjaldan komið fram í kjölfar bólusetningar með COVID-19 Vaccine AstraZeneca.
  • Heilbrigðisstarfsmenn skulu vera vakandi fyrir teiknum og einkennum segareks og/eða blóðflagnafæðar.
  • Leiðbeina skal þeim sem eru bólusettir um að leita tafarlaust læknisaðstoðar ef þeir fá einkenni svo sem mæði, brjóstverk, þrota í fæti eða viðvarandi kviðverk í kjölfar bólusetningar. Auk þess skulu allir sem fá einkenni frá taugakerfi, m.a. verulegan eða viðvarandi höfuðverk og þokusjón eftir bólusetningu, eða sem eftir nokkra daga fá mar í húð (depilblæðingar) á öðrum stöðum en þar sem bólusett var, leita strax læknisaðstoðar.

Tilkynning aukaverkana

Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist COVID-19 Vaccine AstraZeneca til Lyfjastofnunar.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um COVID-19 Vaccine AstraZeneca í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 24. mars 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat