Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – COVID-19 mRNA bóluefni (COVID-19 Vaccine Moderna / Spikevax og COVID-19 Vaccine Pfizer / Comirnaty)

Hætta á hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu.

Markaðsleyfishafar lyfjanna MODERNA BIOTECH SPAIN, S.L og BIONTECH/PFIZER hafa í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna sem fjallar um hættu á hjartavöðvabólgu (e. myocarditis) og gollurshússbólgu (e. pericarditis) eftir bólusetningu með COVID-19 bóluefnunum Comirnaty og Spikevax.

Samantekt bréfsins er sem hér segir:

  • Örsjaldan hefur verið tilkynnt um tilvik hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu eftir bólusetningu með COVID-19 mRNA bóluefnunum Comirnaty og Spikevax.
  • Tilvikin komu einkum fram innan 14 daga frá bólusetningu, oftar eftir seinni skammtinn og oftar hjá ungum karlmönnum.
  • Tiltæk gögn benda til þess að sjúkdómsgangur hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu eftir bólusetningu sé svipaður og almennt á við um sjúkdómsgang hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu.
  • Heilbrigðisstarfsfólk þarf að vera á varðbergi gagnvart teikn um og einkennum hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu.
  • Heilbrigðisstarfsfólk skal ráðleggja bólusettum einstaklingum að leita læknisaðstoðar tafarlaust ef þeir finna fyrir brjóstverk, mæði eða hjartsláttarónotum (þungum og/eða óreglulegum hjartslætti).

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um bóluefnin Spikevax / COVID-19 Vaccine Moderna og Comirnaty / COVID-19 Vaccine Pfizer í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 21. júlí 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat