Ársskýrsla Lyfjastofnunar er komin út

Vinna við mál tengd heimsfaraldri COVID-19 hélt áfram í talsverðum mæli árið 2022. Einnig var tekist á við fjölmörg önnur krefjandi verkefni, s.s. húsnæðisbreytingar.

Ársskýrsla Lyfjastofnunar fyrir árið 2022 er komin út á vef stofnunarinnar. Ársskýrslan er eingöngu gefin út í vefviðmóti, líkt og í fyrra.

Ársskýrslan skiptist í eftirtalda kafla:

  • Inngangur
  • Árið í hnotskurn
  • Lykiltölur ársins
  • Rekstur, skipulag og stjórnun

Stiklað á stóru um árið í hnotskurn hjá Lyfjastofnun

Fjölmörgum verkefnum var sinnt hjá Lyfjastofnun á árinu. Eftirtaldar tölur eru úr ársskýrslunni og varða aðeins hluta þeirra starfa sem unnin eru á kjarnasviðum stofnunarinnar:

  • Eftirlitsmenn Lyfjastofnunar sinntu 102 úttektum vegna eftirlits með lyfjabúðum í landinu, þar af voru staðbundnar úttektir 87 talsins.
  • Lyfjaskortsteymi stofnunarinnar tók á móti 1.152 tilkynningum um lyfjaskort og afgreiddi tæplega 70.000 umsóknir um ávísun undanþágulyfja
  • Markaðsleyfadeild afgreiddi 404 umsóknir um markaðsleyfi lyfja
  • Lyfjagátarteymið tók á móti og vann úr 485 tilkynningum vegna gruns um aukaverkanir af völdum lyfja
  • Lækningatækjateymið tók á móti og vann úr 176 gátarboðum lækningatækja
  • Klíníska sviðið, með aðkomu verkefnastjóra verkefnastjórnunardeildar, afgreiddi 90 verkefni um klíníska vísindaráðgjöf, 11 nýjar klínískar rannsóknir og 20 breytingar á klínískum rannsóknum
  • Verð og greiðsluþátttökuteymi, með aðkomu verkefnafulltrúa verkefnastjórnunardeildar, afgreiddi 62 umsóknir um almenna og einstaklingsbundna greiðsluþátttöku og 166 umsóknir um verð og greiðsluþátttöku leyfisskyldra lyfja

    Þá eru ótalin þau verkefni sem tilheyra stoðsviðum stofnunarinnar. Nánar er fjallað um árið hjá Lyfjastofnun í ársskýrslunni.

    Síðast uppfært: 6. júní 2023
    Var efnið hjálplegt Nei

    Hvað þarf að laga?


    LiveChat