Í ársskýrslunni er m.a. að finna upplýsingar um lykiltölur ársins 2023.
Á árinu 2023:
- voru 88 ný lyf markaðssett
- og 397 markaðsleyfi útgefin
- bárust 348 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir
- og 1.399 tilkynningar um lyfjaskort
- tók Lyfjastofnun að sér 78 vísindaráðgjafarverkefni, þar af 63 á vegum Lyfjastofnunar Evrópu
Í lok árs 2023 voru:
- 7.114 lyf með markaðsleyfi á Íslandi og þar af 2.891 markaðssett
- 74 apótek starfandi hér á landi auk sjúkrahússapóteks Landspítalans, 27 lyfjaútibú og fjórar lyfsölur heilsugæslustöðva
- 5.237 vörunúmer í lyfjaverðskrá, þar af 3.652 markaðssett