Árleg inflúensubólusetning – upplýsingar fyrir almenning

Notast verður við sama bóluefni og síðastliðinn vetur og verða 95.000 skammtar tilbúnir til dreifingar þann 16.október nk.

Bólusetning gegn árlegri inflúensu mun hefjast á hefðbundnum tíma hérlendis en búist er við að bólusetning forgangshópa geti hafist um allt land eftir miðjan október. Þetta kemur fram í tilkynningu landlæknisembættisins.

Allar ákvarðanir um framkvæmd og fyrirkomulag bólusetninga er í höndum sóttvarnalæknis sem hefur mælst til að ákveðnir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningu:

  • Einstaklingar 60 ára og eldri
  • Öll börn fædd 1.1.2020-30.6.2023 sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusett er
  • Börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum
  • Barnshafandi konur
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan

Upplýsingar um bóluefnið sem bólusett verður með

Veturinn 2023-2024 verður notast við Vaxigrip Tetra til bólusetningar gegn árlegri inflúensu annað árið í röð skv. ákvörðun sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir hefur gert samning við Vistor um kaup á 95.000 skömmtum fyrir veturinn. Vaxigrip Tetra er annað tveggja inflúensubóluefna sem eru á markaði á Íslandi, hitt er Influvactetra.

Veirustofnar í Vaxigrip Tetra

  • A/Victoria/2570/2019 (H1N1)pdm09 - líkur stofn
  • A/Darwin/9/2021 (H3N2) - líkur stofn
  • B/Austria/1359417/2021 - líkur stofn
  • B/Phuket/3073/2013
Fullt heiti VaxigripTetra 15 míkróg Stungulyf,
dreifa í áfylltri sprautu  
ATC flokkurJ07BB02 
InnihaldsefniInflúensuveira (deydd, klofin) 
LyfjaformStungulyf, dreifa í áfylltri sprautu 
ÍkomuleiðTil notkunar í vöðva eða undir húð 
AldurshópurFrá 6 mánaða aldri 
Bóluefnið er ræktað í frjóvguðum hænueggjum úr heilbrigðum hænsnahópum

Skammtar bóluefnisins

VaxigripTetra

Fullorðnir: Einn 0,5 ml skammtur.

Börn 6 mánaða til 17 ára að aldri: Einn 0,5 ml skammtur.

Börnum yngri en 9 ára að aldri, sem ekki hafa verið bólusett áður, á að gefa annan 0,5 ml skammt eftir 4 vikur.

Nánari upplýsingar um VaxigripTetra fyrir bólusetta er að finna í fylgiseðli og upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk er að finna í samantekt á eiginleikum lyfsins.

Nánari upplýsingar um skipulag bólusetninga fást hjá veitendum heilbrigðisþjónustu.

Síðast uppfært: 15. september 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat