Áríðandi tilkynning til apóteka

Óheimilt er að breyta lyfjaávísun læknis í undanþágulyf nema Lyfjastofnun hafi sérstaklega veitt heimild til þess.

Lyfjastofnun ítrekar að ekki er heimilt að breyta lyfjaávísun læknis á skráðu lyfi í óskráð lyf/undanþágulyf nema í undantekningar tilfellum þegar Lyfjastofnun nýtir sér ákvæði 2. mgr. 52. gr lyfjalaga 100/2020.

Þar segir:
Í sérstökum tilvikum, þegar skortur er á markaðssettu lyfi, getur Lyfjastofnun heimilað lyfjafræðingi að breyta lyfjaávísun í undanþágulyf, enda sé slík heimild veitt að undangengnu mati stofnunarinnar á öryggi við slíka breytingu.

Þegar þessi heimild er nýtt er það sérstaklega tekið fram á heimasíðu LST undir lyfjaskortsfréttum.
Einnig vill stofnunin ítreka að ekki er heimilt að skipta úr einu undanþágulyfi í annað undanþágulyf þar sem sú lyfjaávísun er alltaf niður á ákveðið vörunúmer og lyfjaávísunin er ávallt á ábyrgð læknis.

Mikilvægt er að apótek endurskoði verkferla sína til samræmis við ofangreint til að tryggja rétta afgreiðslu lyfja.

Síðast uppfært: 9. september 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat