Opið verður hjá Lyfjastofnun á hefðbundnum tíma í sumar en lágmarksþjónusta verður veitt dagana 19.- 30. júlí 2021 vegna sumarleyfa starfsfólks. Öllum erindum verður svarað eins fljótt og auðið er, en tafir gætu orðið á tímabilinu sem um ræðir.
Takmarkanir verða einkum á þjónustu í málaflokkum sem snúa að klínískum lyfjarannsóknum, inn- og útflutningsleyfi ávana- og fíkniefna og eftirlitsskyldra efna, og CPP vottorðum.