Vöktun fer fram í öryggis- og eignavörsluskyni en eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp í stigagangi við innganga stofnunarinnar á annarri og þriðju hæð hússins. Við umrædda vöktun er þess gætt að virða einkalífsrétt þeirra sem sæta vöktun og forðast er allt óþarfa inngrip í einkalíf þeirra.
Lyfjastofnun er ábyrgðaraðili vöktunarinnar og tryggir öryggi persónuupplýsinga þeirra sem vöktun kunna að sæta. Unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina þar sem sjá má einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra. Lyfjastofnun er umhugað um að allir sem sæta vöktun séu þess varir og gerir stofnunin því grein fyrir vöktuninni með skýrum hætti.
Vöktun fer einungis fram í skýrum, málefnalegum og lögmætum tilgangi. Við vöktun gætir Lyfjastofnun þess að sérstaklega sé gætt meðalhófs og ekki gengið lengra en þörf krefur til þess að virða frelsi og einkalíf þeirra einstaklinga sem vöktun beinist að.
Ákveðnir verkferlar eru um skoðun myndefnis úr öryggismyndavélum. Myndefnið er einungis aðgengilegt og skoðað af þeim sem hafa skýra heimild til þess, sé tilefni til.
Lyfjastofnun birtir aldrei né miðlar efni sem verður til við rafræna vöktun opinberlega.
Um meðferð persónuupplýsinga og persónuverndarstefna
Réttur þeirra sem vöktun sæta
Þú átt rétt á að skoða myndefni þar sem þú sést. Einnig áttu rétt á að fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra. Að öðru leyti fer um réttindi þín samkvæmt III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/67
Miðlun persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun
Lyfjastofnun miðlar ekki persónuupplýsingum sem verða til við rafræna vöktun nema með skýru samþykki viðkomandi eða ef mælt er fyrir um miðlun upplýsinga í lögum líkt og í eftirfarandi tilfellum;
- Skylt er að afhenda lögreglu efni sem verður til við rafræna vöktun ef upplýsingar varða slys eða meintan refsiverðan verknað
- Heimild er til miðlunar upplýsinga ef þær eru nauðsynlegar einum eða fleiri hinna skráðu þegar krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmála eða annarra slíkra laganauðsynja, t.d. þegar tryggingarfélag tekur afstöðu til bótaskyldu
- Skylt gæti verið að mikla upplýsingum ef ákvörðun Persónuverndar um miðlun upplýsinga liggur fyrir.
Varðveisla persónuupplýsinga sem verða til við rafræna vöktun
Upplýsingar sem verða til við rafræna vöktun eru vaðveittar í 30 daga, sbr. 11. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun og eyðir Lyfjastofnun upptökum að þeim tíma liðnum.
Þetta á ekki við þegar um er að ræða upptökur sem hafa verið senda lögreglu vegna slysa eða refsiverðra mála, upptökur vegna sönnunar krafna í dómsmálum eða annarra slíkra laganauðsynja eða að Persónuvernd heimili sérstaklega eða mæli fyrir um lengri varðveislutíma.
Kvörtun vegna framkvæmdar vöktunar
Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Lyfjastofnunar varðandi rafræna vöktun og skal senda slík erindi á netfangið persó[email protected]
Þeir sem sæta vöktun eiga einnig rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar telji þeir að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum. Hægt er senda kvörtun til Persónuverndar í gegnum vefsíðu stofnunarinnar.