Hvernig á að ganga úr skugga um að apótek hafi heimild til lyfjasölu á netinu?
Auðvelt er að sannreyna að treysta megi netverslun með lyf. Þú sem neytandi skalt hafa eftirfarandi í huga:
- Hafðu augun opin og leitaðu að sameiginlega kennimerkinu á vefsíðu sem býður lyf til kaups á netinu.
- Þegar smellt er á sameiginlega kennimerkið áttu að flytjast yfir á vef Lyfjastofnunar þar sem finna má skrá yfir þau apótek sem hafa heimild til netverslunar með lyf.
- Kannaðu hvort sú netverslun með lyf sem þú hefur í hyggju að eiga viðskipti við sé sannarlega að finna í skránni. Aðeins lögmætar netverslanir með lyf er að finna í skránni.
- Ef netverslunina er að finna í skránni er óhætt að kaupa lyfin. Aldrei kaupa lyf á netinu af netverslun sem birtir ekki sameiginlega kennimerkið.
Frekari upplýsingar um sameiginlega kennimerkið og hvernig það virkar er að finna á vef Lyfjastofnunar Evrópu.