Hér eru upplýsingar um afgreiðslutíma umsókna og tölulegar upplýsingar um afgreiðslutíma og fjölda undanþáguumsókna
Umsókn um markaðsleyfi
- Miðlæg markaðsleyfi: 30 almanaksdagar frá ákvörðun Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
- Landsmarkaðsleyfi: 210 almanaksdagar (frá móttöku fullgildrar umsóknar fyrir utan klukkustopp).
- DCP/MRP markaðsleyfi: 25 almanaksdagar eftir að hágæða þýðingar lyfjatexta berast Lyfjastofnun.
- Samhliða innflutningsleyfi: 30 almanaksdagar frá móttöku fullgildrar umsóknar.
Tegundabreytingar
- Landsmarkaðsleyfi (IA, IB, II) - breytingar á lyfjatextum: Leyfi sem samræmd eru öðru landi: 30 dagar frá því Lyfjastofnun berst staðfesting um afgreiðslu í landinu sem samræmt er við og uppfærðir hágæða lyfjatextar ef við á. Leyfi sem ekki eru samræmd öðru landi: 90 dagar frá móttöku fullgildrar umsóknar
- Landsmarkaðsleyfi (II): Leyfi sem samræmd eru öðru landi: 30 dagar frá því Lyfjastofnun berst staðfesting um afgreiðslu í landinu sem samræmt er við. Leyfi sem ekki eru samræmd öðru landi: 90 eða 120 dagar frá móttöku fullgildrar umsóknar, eftir eðli umsóknar.
- DCP/MRP markaðsleyfi: 60 dagar eftir lok umsóknarferils ef lyfjatextar breytast ekki en annars 25 dagar eftir að hágæða þýðingar lyfjatexta berast Lyfjastofnun.
Umsókn um endurnýjun markaðsleyfis
- Miðlæg markaðsleyfi: 30 almanaksdagar frá ákvörðun Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
- Landsmarkaðsleyfi: 90 dagar eftir móttöku fullgildrar umsóknar.
- DCP/MRP markaðsleyfi: 30 dagar eftir lok umsóknarferils ef lyfjatextar breytast ekki en annars 25 dagar eftir að hágæða þýðingar lyfjatexta berast Lyfjastofnun.
Annað
- Niðurfelling markaðsleyfis og brottfall úr lyfjaskrám: 45 dagar.
- Hreinteikningar: 60 dagar.
Afgreiðsla umsókna
Afgreiðsla umsókna 2019
Afgreiðsla umsókna 2018
Afgreiðsla umsókna 2017
Afgreiðsla umsókna 2016
Fjöldi undanþágulyfseðla
Fjöldi undanþágulyfseðla 2019
Fjöldi undaþágulyfseðla 2018
Fjöldi undanþágulyfseðla 2017
Fjöldi undanþágulyfseðla 2016
Síðast uppfært: 14. maí 2021